Miðlun fjárfestir í þjónustufyrirtækjum sem auka arðsemi og árangur í atvinnulífinu.

Miðlun ehf hefur stofnað og fjárfest í fyrirtækjum sem þjóna íslensku atvinnulífi. Þeirra á meðal eru Fjölmiðlavaktin, Gula línan, Halló, Takk samskipti og Kaupum til góðs.

Fyrirtækin okkar vinna á sérhæfðum mörkuðum þar sem þau veita afburða þjónustu. Við teljum að lykilatriði við uppbygging á fyrirtækjum á slíkum mörkuðum sé nýsköpun, agaðir verkferlar og samhent starfsfólk

Við leitum nýrra tækifæra á þeim vettvangi sem við höfum markað okkur.

Árni Zophoniasson er stofnandi og stjórnarformaður Miðlunar. Hann er menntaður í sagnfræði en hefur einnig ágæta sýn á þau tækifæri sem felast í framtíðinni.

Andri Árnason er framkvæmdastjori Miðlunar. Hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS).

Rósa Ólafsdóttir er fjármálastjóri Miðlunar. Hún er viðurkenndur bókari.

Við vöktum og svörum fyrirspurnum sem berast í síma, tölvupósti, netspjalli og á samfélagsmiðlum.

Við sækjum færi, öflum viðskiptavina, ræktum viðskiptasambönd og sjáum um rekstur á viðskiptasamfélögum.

Við seljum rekstrar- og starfsmannavörur til fyrirtækja og öflun í leiðinni fjár fyrir góðgerðafélög.

Við veitum upplýsingar um vörur, þjónustu og símanúmer.

VIÐ HLÖKKUM TIL AÐ HEYRA FRÁ ÞÉR.

midlun@midlun.is

580 8080

Nóatúni 17

105 Reykjavík