Skip to content

Miðlun

midlun.jpg
Af hverju gefur fólk til góðgerðamála?

Föstudaginn 16. október stendur Miðlun fyrir áhugaverðum morgunverðarfundi í Takk-fundarseríunni. Lilja Ósk Diðriksdóttir, Msc. í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík, kynnir helstu niðurstöður úr meistaraverkefni sínu: Influential Factors of Donation Interest: The Significance of Risk Perception and the Role of Cosmopolitanism. Verkefnið er byggt á rannsókn sem var gerð til að fá fram hvaða þættir hafa áhrif á íslenskan almenning þegar kemur að því að styrkja hin ýmsu málefni fjárhagslega. Mun hún fara nánar yfir hugmyndafræði rannsóknarinnar, niðurstöður og hvernig hægt er að yfirfæra þær yfir á önnur málefni. Að auki munu starfmenn Miðlunar fjalla um málið út frá reynslu fyrirtækisins.