Skip to content

Miðlun

midlun.jpg
Við erum tilbúin

Frá aldamótum hafa orðið miklar breytingar á samskiptum neytenda við fyrirtæki. Móttökur eru að hverfa, "símadaman" heyrir sögunni til, faxtæki eru úrelt og í staðinn hafa komið nýir miðlar og breyttir siðir. En hvað gerist á næstu árum? Hér eru vísbendingar um hvernig stjórnendur Facebook sjá framtíðarsamskipti neytenda við fyrirtæki.

Ef væntingar Facebook ganga eftir munu neytendur nota skilaboðahluta Facebook til þess að eiga samskipti við bankann, tryggingafélagið, bílaverkstæðið eða opinberar stofnanir. Við prófum reglulega hvernig íslensk fyrirtæki standa sig i að svara slíkum skilaboðum. Mörg svara strax, stundum líða klukkustundir, einstaka sinnum margir dagar og svo eru fyrirtækin sem svara alls ekki. Hvernig svarar þitt fyrirtæki Facebook skilaboðum - en samkeppnisaðilar þínir?

Við vöktum og svörum Facebook-skilaboðum fyrir viðskiptavini okkar. Það þýðir að fyrirspyrjandi fær strax svar, ef við getum ekki svarað erindinu sendum við það áfram og leitum svara. Í öllum tilfellum veit viðmælandinn að það er verið að sinna erindi hans.